Dóttir Robert De Niro telur sig vita dánarorsök sonar síns, Leoandro De Niro-Rodriguez, sem lést á dögunum, aðeins 19 ára að aldri.
Robert De Niro og fjölskylda hans, lagði Leonardo til sinnar hinnstu hvílu í gær í New York-borg. Á ljósmyndum sem slúðurmiðillinn Page six náði, sést De Niro og fjölskylda hans ásamt vinum Leonardo, yfirgefa Frank E. Campell útfararstofuna í Manhattan, áður en þau lögðu af stað að kirkjugarðinum í Valhalla, New York. Samkvæmt New York Post hvílir faðir De Niro einnig í Valhalla-kirkjugarðinum.
Jarðarförin var haldin tæpri viku eftir að dóttir De Niro, Drena, tilkynnti um andlát sonar síns.
The outlet reported that the Goodfellas star arrived with security and was escorted into the funeral home, with Leandro’s parents — Drena De Niro and Carlos Rodriguez — following behind him.
The service was held nearly one week after Leandro’s mom announced that her son died July 2 in New York City. Drena, the 51-year-old daughter of the iconic actor, shared the tragic news on Instagram.
Hin syrgjandi móðir deildi í vikunni hvað hún taldi að hefði dregið son sinn til dauða.
„Einhverjir seldu honum fentanyl-blandaðar töflur sem þeir vissu að væru blandaðar en samt seldu þeir honum þær,“ skrifaði Drena á Instagram, sem svar við fylgjanda sem hafði skrifað: „OMG, af hverju? Hvernig?“
„Þannig að til allra sem eru enn að selja og kaupa þennan skít: sonur minn er farinn að eilífu,“ bætti hún við.
Samkvæmt opinberum tölum frá yfirvöldum í Bandaríkjunum eru fentanyl-blandaðar töflur stórt vandamál en aðeins getur um tvö milligrömm af efninu dugað til að drepa meðal Bandaríkjamann.
Það var ETonline sem fjallaði um málið.