Bragi Páll Sigurðarson segir að Íslendingar hafi ekkert lært á hneykslum undanfarinna ára.
Rithöfundurinn umdeildi, Bragi Páll Sigurðarson er óhræddur að segja sína skoðun en í nýrri Twitter-færslu segir hann að öll hneysklin í pólitík og viðskiptalífi á síðustu árum, hafi „engu breytt og ekkert bætt.“ Segir hann að það sé hreinlega komin hefð fyrir slíku.
Færsluna má lesa hér að neðan.
„Það sorglegasta við öll hneykslin í pólitík og viðskiptalífi síðustu ára er að þau hafi engu breytt og ekkert bætt. Frændhygli, spilling og fúsk eru ekki undantekning heldur þjóðareinkenni. Hefð. Enginn lærdómur annar en að tröllvaxin klúður gerast á Íslandi og engin ber ábyrgð.“