Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Björn Leví bendir á staðreyndirnar í Lindarhvolsmálinu: „Þeir eru duglegir, varðhundar valdsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata bendir á staðreyndirnar í Lindarhvolsmálinu og segir að erfitt sé að verja þær.

Björn Leví skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann telur upp nokkrar staðreyndir sem hann segir að finna megi í skýrslu ríkisendurskoðunar um Lindarhvolsmálið. „Það liggur fyrir að ekki var gætt að tengslum milli verktaka fyrir Lindarhvol og eignanna sem voru seldar. Það liggur fyrir að upplýsingabeiðnum var ekki svarað. Það liggur fyrir að skýrsla ríkisendurskoðunar er að grunni til sami texti og er í greinargerð setts ríkisendurskoðanda þar sem búið er að fjarlægja ansi áhugaverð atriði án útskýringa.“ Bætir hann við að þessi atriði séu „skjalfeset sönnunargögn“. Segir hann að lokum að ef þetta sé eðlileg vinnubrögð, sé vandamálið stærra en fólk hefur gert sér grein fyrir og að það gæti varla gengið lengur.. „Sama hvað varðhundar valdsins segja.“

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:

„Þeir eru duglegir, varðhundar valdsins, að horfa fram hjá vandamálunum og segja alltaf að eitthvað annað sé kjarni málsins.

Það liggur fyrir að ekki er gert ráð fyrir gríðarlegum greiðslum. Það liggur fyrir að ekki var gætt að tengslum milli verktaka fyrir Lindarhvol og eignanna sem voru seldar. Það liggur fyrir að upplýsingabeiðnum var ekki svarað. Það liggur fyrir að skýrsla ríkisendurskoðunar er að grunni til sami texti og er í greinargerð setts ríkisendurskoðanda þar sem búið er að fjarlægja ansi áhugaverð atriði án útskýringa.
Þetta eru atriði þar sem liggja fyrir skjalfest sönnunargögn. Það er ekkert hægt að þræta fyrir dagsetningu þess að verktakinn fékk prókúru á bankareikning Lindarhvols fyrir fyrsta stjórnarfundinn. Enginn andmælaréttur breytir þeirri staðreynd.
Ef þetta eru bara eðlileg vinnubrögð þá er vandinn meiri en við gerum okkur grein fyrir, því þetta á augljóslega ekki að geta gengið svona. Sama hvað varðhundar valdsins segja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -