Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata bendir á staðreyndirnar í Lindarhvolsmálinu og segir að erfitt sé að verja þær.
Björn Leví skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann telur upp nokkrar staðreyndir sem hann segir að finna megi í skýrslu ríkisendurskoðunar um Lindarhvolsmálið. „Það liggur fyrir að ekki var gætt að tengslum milli verktaka fyrir Lindarhvol og eignanna sem voru seldar. Það liggur fyrir að upplýsingabeiðnum var ekki svarað. Það liggur fyrir að skýrsla ríkisendurskoðunar er að grunni til sami texti og er í greinargerð setts ríkisendurskoðanda þar sem búið er að fjarlægja ansi áhugaverð atriði án útskýringa.“ Bætir hann við að þessi atriði séu „skjalfeset sönnunargögn“. Segir hann að lokum að ef þetta sé eðlileg vinnubrögð, sé vandamálið stærra en fólk hefur gert sér grein fyrir og að það gæti varla gengið lengur.. „Sama hvað varðhundar valdsins segja.“
Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:
„Þeir eru duglegir, varðhundar valdsins, að horfa fram hjá vandamálunum og segja alltaf að eitthvað annað sé kjarni málsins.