„Þetta er enginn ræfill,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, við Ríkissjónvarpið þar sem hann lýsti gosinu sem nú er hafið við Litla Hrút. Magnús Tumi átti þau fleyfgur orð þegar fyrsta eldgosið hófst að það væri hálfgerður ræfill. Gosið nú er um tífalt stærra en fyrsta gosið, áripð 2021.
Magnús vildi þó ekki spá fyrir um framvinduna og hvort gosið myndi halda áfram af sama krafti eða lognast út af. Reykjarslæða er yfir austanverðri Reykjanesbraut og mökkurinn frá gosinu tilkomumikill. Stæk brunalykt er á þessum slóðum.