- Auglýsing -
„Vegna lífshættulegrar gasmengunar hefur lögreglan lokað gossvæðinu,“ segir í sms-skilaboðum frá lögreglunni á Suðurnesjum til aflestra þeirra sem eru á Reykjanessvæðinu. Mikill mökkur er frá gossvæðinu við Litla Hrút og eiturgufur ógna þeim sem kom of nærri og lenda í reyknum gosstöðvunum.
Gosið er tífalt stærra en fyrsta gosið af þremur á svæðinu. Gossprungan nú er næstum kílómeter að lengd. Óvissa er um framhald gossins sem er miðja vegu á milli Keilis og Fagradalsfjalls.