Eldgosið er hafið og sitt sýnist hverjum. Þjóðin er ennþá að melta tilfinningar sínar gagnvart hrauninu. Sumir spá að þetta muni auka fjölda ferðmanna, aðrir hafa áhyggjur að komast ekki í flug til útlanda. Fólk hefur áhyggjur af ofurhugum sem hætta sér nálægt gosinu meðan aðrir vilja geta gengið að því í friði. Þjóðin hefur ýmsar pælingar eins og sést hér fyrir neðan.
Inga óttast slys.
Jæjaaaaa… 🔥🫣 fólk mætt á gosstöðvarnar. Þetta endar með slysi! #eldgos #volcano #iceland
geggjað streymi hjá https://t.co/bBvLcQYqyC pic.twitter.com/aDdWw8fjgY
— Inga Kristjansdottir (@ingak85) July 10, 2023
Katla er með samsæriskenningu tilbúna.
Ætli spilltu stjórnmálamenn landins séu með einhvern svona nuclear leynitakka til að hefja eldgos í hvert skipti sem það kemst upp um spillingarmál? “Engar áhyggjur, landsmenn og fréttamiðlar munu gleyma þessu eftir smá 😜”
— Katla, rekaviðarmálaráðherra 🇺🇦 (@KVTLV1) July 11, 2023
Kristín vill meina að ekkert breytist.
Hér breytist aldrei neitt, alltaf allt við það sama. Eldgos eins og venjulega. Ævintýrafólkið vill helst ná af sér instagrammynd ofan í gossprungungunni haldandi á barni eða búbblum og hneykslaða fréttafólkið vill helst bara segja fréttir af nákvæmlega þessu fólki.
— Kristin Reynisdottir (@KioskKristin) July 10, 2023
Eva vill komast til útlanda.
ef að þetta helvítis eldgos veldur því að ég kemst ekki til útlanda á laugardaginn þá fæ ég meltdown, ég er að fara að sjá harry styles eftir nokkra daga og það er ekkert sem getur komið í veg fyrir það
— Eva ™ (@egerrusl) July 10, 2023
Arna vill að fólk hlusti á yfirvöld.
Ég þoli ekki að kraftur almannavarna, lögreglu, björgunarsveita, og alls okkar góða fólks, þurfi að fara í að halda fólki frá í þessum aðstæðum. Það er eldgos.
— Arna Hauksdóttir (@arnahauks) July 10, 2023
Halldór setur inn mynd af sér að fylgjast með.
Ég að fylgjast með vefmyndavél á gossvæðinu … #eldgos #eruption pic.twitter.com/nKnjZCjei1
— Halldór Högurður (@hogurdur) July 10, 2023
Mikael þakkar fjölmiðlum fyrir vel unnin störf.
Það er bara tvennt sem mig langar að vita um þetta nýja eldgos:
1) Hvað fólkið á Twitter er að segja um það.
2) Hvort erlendir fjölmiðlar hafi fjallað um það.Íslenskir netmiðlar lesa þarfir mínar eins og opna bók.
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) July 10, 2023