Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kröftugur kennari sem vill góða þjónustu: „Ég er ekki oft að endurnýja fataskápinn minn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íris Kristín Smith, kennari í Álftamýrarskóla, er neytandi vikunnar. Eiginmaður hennar er Þorvaldur Einarsson, pípari, og saman eiga þau tvö börn. Íris er 29 ára gömul og finnst skemmtilegast að lyfta lóðum og fylgjast með íþróttum, sérstaklega handbolta.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

Ég hef gert það af og til í gegnum tíðina og er frekar vanaföst á því hvar ég versla og það fer algjörlega eftir verði og þjónustu. Því lægra verð því betra en þar verður einnig að vera góð þjónusta.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Ég hef því miður enga töfralausn á því, en ég reyni að kaupa frekar svipað í matinn og veit hvað börnin mín vilja.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

- Auglýsing -

Það helsta sem ég endurnýti eru fötin, ég geymi flest föt sérstaklega á börnin mín ef þau eru orðin of lítil í kassa svo yngra barnið geti notað þau. Einnig fæ ég oft föt af eldri frændsystkinum fyrir eldra barnið. Ég hef endurnýtt mikið af eignum frá ömmu minni eins og borðstofuborð og skenk, málverk, glös, bolla o.fl. 

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Það sem ég er með í huga þegar ég kaupi gjafir er að þetta sé eitthvað sniðugt og eiganlegt sem hægt er að nota eða jafnvel gefa áfram. Í fatnaði reyni ég að kaupa frekar dýrari vörur sem endast lengur, ég er ekki oft að endurnýja fataskápinn minn en ef ég geri það þá fer ég í gegnum það sem ég nota lítið eða ekkert og gef áfram í Rauða Krossinn. 

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Það sem ég á erfitt með að draga úr kaupum á er líklegast tilbúinn matur.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Umhverfismál skipta mig máli og reyni ég að gera það sem ég get til að hjálpa til eins og að flokka, labba/hjóla, keyra rafmagnsbíl o.fl.

Annað sem þú vilt taka fram?

Nei

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -