Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sunneva Ósk ráðin gæðastjóri hjá Samherja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sunneva Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin gæðastjóri landvinnslu Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa (ÚA). Hún tekur við starfinu af Elvari Thorarensen sem lætur af störfum af heilsufarsástæðum. Kemur þetta fram í tilkynningu á vef Samherja.

Sunneva er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað við gæðamál hjá Samherja og ÚA undanfarin þrjú ár. Hún er búsett á Akureyri, er í sambúð með Ómari Þorra Gunnlaugssyni og eiga þau tvö börn.

Gæðastjóri í 25 ár

Elvar hefur starfað hjá ÚA allan sinn starfsferil, fyrst í starfsmannamálum en síðan sem gæðastjóri í 25 ár. Elvar hefur alla tíð sinnt starfi sínu af mikilli trúmennsku og verið leiðandi á alþjóðavísu í gæðamálum fiskvinnslunnar.  Elvar hefur unnið að gæðamálum og úttektum með öllum stærstu smásöluaðilum í heiminum. Hann hefur síðustu ár unnið ötullega að því að móta nýtt starfsumhverfi fiskvinnslunnar þar sem öryggi, umhverfisvernd og sjálfbærni eru lykilþættir. Landvinnsla Samherja og ÚA er viðurkennd af kröfuhörðustu kaupendum á Vesturlöndum fyrir gæðaframleiðslu og á Elvar stóran þátt í því ásamt öðru starfsfólki fyrirtækjanna.

Elvar mun verða starfsfólki ÚA og Samherja innan handar næstu mánuði og aðstoða í þeim verkefnum sem upp koma. Samstarfsfólk Elvars þakkar honum fyrir ljúf kynni, langt og farsælt samstarf og óskar fjölskyldu hans alls hins besta.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -