Tala þeirra einstaklinga sem segjast hafa veikst í kjölfarið að borða á Fabrikkunni hefur hækkað talsvert frá því að Mannlíf greindi fyrst frá málinu í gærmorgun. Ekki er komið á hreint hvers vegna gestir veiktust þó að ýmsar tilgátur séu um það og var sagt á mbl.is í gær að vinnutilgáta Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sé að um Nóróveiru sé að ræða frekar en matareitrun.
Eftir að hafa rætt við fjölda einstaklinga um málið virðist staðan vera sú að lágmarki 33 einstaklingar hafi veikst eftir að hafa borðað á Fabrikkunni undanfarna daga. Þeir einstaklingar sem veikust voru vægast sagt ósáttir við málið í samtali við Mannlíf og sagði einn þeirra að þetta væri galið og „Ég vona að þessum stað verði lokað.“
Meirihluti fólks sem lét vita af veikindum sínum veikust eftir að hafa borðað á Fabrikkunni í Kringlunni en að minnsta kosti fjóra einstaklingar sögðust hafa orðið veikir eftir að hafa borðað á staðnum í Borgartúni. Þeir hafa einnig lýst óánægju sinni að einungis staðnum í Kringlunni hafi verið lokað meðan rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fer fram.
Fabrikkan og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa ekki svarað spurningum Mannlífs um málið.