Ásgeir Ásgeirsson, ljósmyndari, sagði frá óþægilegri reynslu þegar bakkað var á bílinn hans. Þetta gerðist fyrir utan verslun og var Ásgeir að setja innkaupapoka í skottið á bíl sínum.
„Í fyrradag gerist það leiðindaatvik fyrir utan verslun þar sem ég var nýbúinn að versla að eldri kona (giska á um 70+ ára) á jeppa bakkaði á bílinn okkar Rósu þegar ég var að opna afturhurðina og setja inn poka.
Heppni að þetta var ekki mjög harkalegur árekstur þar sem litlu munaði að ég dytta við þetta,“ skrifar Ásgeir á Facebook síðu sinni.
Ásgeir segir konuna ekki hafa stöðvað bílinn. Hann hafi náð að rjúka á eftir honum og banka í rúðuna. Þá stöðvaði konan bílinn en sátt var hún ekki. „Þessi eldri kona kom út og hreytti í mig hvað ég væri að berja bílinn hjá henni og ég benti henni á að hún hefði bakkað á bílinn okkar og ekki stoppað einu sinni strax og benti henni á skemmdirnar.
Hún snéri strax upp á sig og sagðist ekkert hafa bakkað á mig og ég væri að skálda þetta til að reyna að fá útúr tryggingum og hún bæri enga ábyrgð á skemmdunum.Bíllinn okkar var kyrrstæður, lagður 100% í bílastæði og ekki í gangi eða neitt, meira að segja í handbremsu eins og vera ber.“
Þegar Ásgeir benti henni á að tvær verslanir væru með öryggismyndavélar á svæðinu sem gætu sannað rétta atburðarás breyttist tónn konunnar. Auk þess sagði hann að bíllinn væri útbúinn myndavél sem tæki allt upp. Hún hélt því þó staðfastlega fram að Ásgeir væri að gera tilraun til þess að svíkja fé út úr tryggingum. „Hún sagði að hún gæti ekki hafa skemmt svona og benti á minnstu rispuna eftir sig og sagði að hún hefði sennilega bara rispað þetta lítið en hitt hefði verið og ég væri að fiska eftir tryggingabótum frá henni og hún myndi ekki láta kúga sig í svoleiðis vitleysu og ætlaði að ganga í burtu.“
Ásgeir bað konuna um að stöðva, annars þyrfti hann að hringja í lögregluna. Hún hvatti hann til þess að láta reyna á það. Bíllinn var illa farinn eftir dráttakúlu jeppans. „Hún varð hreint ekki ánægð með þetta að þeir væru að koma og sagðist ætla að láta vita að sér seinkaði í hárgreiðslustofu þarna tveimur hurðum frá og ég sagði það í fínu lagi mín vegna. Út kemur hún ásamt manni sem virtist vera annaðhvort eiginmaður hennar eða vinur enda virtust þau nákomin í framkomu.“
Ekki skánaði það þegar maðurinn óþekkti hraunaði yfir Ásgeir. „Þau tala eitthvað þarna og fara inn í jeppann hjá henni og tala í smástund áður en maðurinn kemur útúr bílnum, gengur upp að mér og segir að tryggingasvik varði við lög og svona menn eins og ég væru óþverrar og það væri á tæru að ég yrði ekki langlífur. Þessu hreytti hann útúr sér frekar reiður og nötrandi og ég hreinlega bjó mig undir að fá hnefahögg enda var hann með krepptan hnefa allan tímann og mjög ógnandi.“
Maðurinn hótaði Ásgeiri beinlínis lífláti en lét vera að ganga í skrokk á honum. „Hann horfði á mig í svona 20 sekúndur þrútinn í framan og sagði svo að hann myndi sjá til þess ef ég héldi þessu til streytu skyldi ég ekki verða langlífur enn og aftur og snéri upp á sig og strunsaði í burtu niður götuna. Þrátt fyrir að þessi maður væri 70+ ára, þá var ég virkilega hræddur“
Ásgeir þjáist af sjúldómnum CRPS sem veldur miklum sársauka víðsvegar um líkamann. Auk þess missa sjúklingar gjarnan jafnvægi og hæfni til fínhreyfinga. Ásgeir segist líða daglegar vítiskvalir.
„Ég vissi fyrir víst að ég myndi ekkert hafa í 70+ ára gamlan mann að segja kæmi til handalögmála, enda einfaldlega of veikur, ég myndi sennilega limpast niður við minnsta högg.“
„Maður er að deyja hægt og rólega kvalarfullum dauðdaga fyrir verkjum sem éta mann meir og meir upp á hverjum degi án þess að maður geti nokkuð gert í því.
Að heyra fullorðin mann, segja að maður ætti ekki eftir að verða langlífur og hann myndi sjá til þess var síðasta hálmstráið þann daginn. Meðan hann strunsaði í burtu brotnaði eitthvað inn í mér.“
Starfsmenn Árekstrar.is skoðuðu skemmdir bílsins og með mælingum gátu þeir sannað með fullu að þær væru eftir bíl konunnar.
Árekstur.is mættu á staðinn og enn og aftur reyndi þessi eldri kona að ljúga en það gekk ekki eftir því að maðurinn frá Árekstri mældi dráttakúluna og skemmdina á stuðaranum og það stemmdi allt saman og hann leiðrétti hana snarlega þegar hún reyndi að segja að hún hefði meira að segja ekki bakkað í stæðið heldur keyrt beint inn í það með þeim orðum að varla hafi dráttarkúlan á jeppanum hennar gengið á stuðarann og skemmt án þess að vera áföst jeppa hennar. Tjónaskýrslan var færð til bókar og ég framvísaði mínu ökuskírteini að sjálfsögðu og gaf upp allar upplýsingar en hún var ekki alveg til í að gera það sama og ætlaði að fara af staðnum þegar hann bað hana um að vinsamlegast sýna ökuskírteini sitt líka svo hann gæti staðfest hver hún væri á tjónaskýrsluna sem og staðfest
„Í gær kom niðurstaða frá okkar tryggingafélagi að við værum sannarlega í 100% rétti.“ Ásgeir furðar sig þó á því að þeim sé gert að sækja tjónið sjálf hjá tryggingarfélagi konunnar.