Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Gísli Þór er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gísli Þór Guðmundsson umboðsmaður lést í gær, 62ja ára að aldri. Anna Hildur Hildibrandsdóttir eiginkona hans sagði frá andláti manns síns á Facebook. „Gísli kvaddi friðsamlega í svefni í gær eftir að mikið veikt hjarta gaf sig,“ skrifar hún.

Gísli naut virðingar fyrir störf sín og var þekktur sem Gis von Ice. Hann var umboðsmaður margra þekktra íslenskra hljómsveita og tónlistarmanna á borð við Of Monsters and Men, Hatara, Lay Low, For a Minor Reflection og Vök. Hann bjó lengi í London en var nýfluttur aftur heim með eiginkonu sinni. Þau eiga saman tvær dætur.

Gísli var fæddur 11. júní árið 1961. Hann lést 13. júlí.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -