- Auglýsing -
Ísak Atli Finnbogason, einn færasti drónaflugmaður landsins, var með þeim fyrstu sem mættu á gossvæðið. Ísak Atli hefur náð ótrúlegu myndefni af gosinu og notar drónann sinn til að hjálpa lögreglu með eftirlit á svæðinu. Ísak var fyrr í dag í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina LiveNOW from FOX og lýsti upplifun sinni á gosinu og sagði meðal annars að sú tilfinning að fljúga dróna yfir eldgos væri ólýsanleg.
Mannlíf ræddi einnig við Ísak fyrr í dag.
Hægt er að horfa á viðtal LiveNOW from FOX við Ísak hér fyrir neðan