Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Hamborgarafabrikkan: „Ekki nóróveira á ferðinni þarna heldur ákveðin baktería“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf greindi fyrst í fréttum frá smitum á Hamborgarafabrikkunni í síðastliðinni viku þegar hátt í hundrað manns veiktust af því er talið var nórósmit. Nú eftir fyrstu niðurstöður rannsókna bendir allt til þess að um bakeríusmit hafi verið um að ræða. Ása Atladóttir, verkefnastjóri á sviði sýkingavarna hjá embætti sóttvarnalæknis segir í samtali við fréttamann RÚV:

„Eins og við höfum rætt um áður þá höfum við frekar fá sýni og þessi tvö sýni sem að við vorum að rannsaka í gær leiddu í ljós að það er ekki nóróveira á ferðinni þarna heldur ákveðin baktería sem er sama baktería og olli hópsýkingu á veitingahúsi í Hafnarfirði síðasta haust.“

Ása útskýrir að einkenni bakteríusýkingarinnar og nóróveirunnar vera mjög áþekk og einkennist af uppköstum og niðurgangi um það bil sólarhring eftir neyðslu mengaðrar vöru. Frekari rannsóknir verði gerðar af sýnum sem kasta muni ljósi á endanlegar niðurstöðu rannsóknanna.

„Það eru um 100 tilkynningar frá fólki sem hefur meldað sig að það hafi orðið veikt eftir að hafa borðað á þessu tiltekna veitingahúsi. Það má leiða líkur að því að þar sem að flestir kvarta yfir mjög svipuðum einkennum sem koma fram svipuðum tíma eftir að fólk borðar, þó að það hafi borðað mismunandi rétti, að þetta sé sama orsök.“

 

Tengdar fréttir:

Viðskiptavinir flýja Fabrikkuna – Sýkingin áfall fyrir Þórólf

- Auglýsing -

Á fjórða tug veikir eftir að hafa borðað á Fabrikkunni: „Ég vona að þessum stað verði lokað“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -