Ísrael hefur viðurkennt yfirráð Morokkó yfir umdeildum svæðum í Vestur-Sahara samkvæmt yfirlýsingu frá báðum ríkjum og Ísrael hyggst opna sendiráð í Morokkósku borginni Dahkla sem er innan svæðanna umdeildu.
Afstaða ísraelsmanna var birt í bréfi Benyamin Netanyahu til konungs Morokkó, Mohammed VI.
Samkvæmt frétt Al Jazeera segir utanríkisráðherra Ísrael, Eli Cohen, að þetta veriði til að styrkja samband ríkjanna og auka stöðugleika á svæðinu.
Árið 2020 höfðu bandaríkjamenn milligöngu um að koma á hefðbundnum milliríkjasamskiptum milli Morokkó en hluti samkomulagsins snerist um það að Trump myndi viðurkenna yfirráð Morokkó í Vestur-Sahara. Síðan þá hafa Spánverjar og nokkrar aðrar Evrópuþjóðir fylgt í kjölfarið.
Morokkó er fjórða ríkið til að koma á hefðbundnum milliríkjasamskiptum við Ísrael, en auk þeirra hafa Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Súdan og Barein tekið viðlíka skref.
Palestínumenn hafa gagnrýnt þessa gjörninga og telja að Arabísk ríki séu að hverfa frá kröfum um að Ísrael gefi eftir landsvæði undir Palestínska ríkið áður en Ísrael fái brautargengi þeirra á meðal.