Það var síðdegis í gær þegar karlmaður féll af rafmagnshlaupahjóli með þeim afleiðingum að hann slasaðist. Lögrelga var kölluð til og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Síðar um kvöldið hafði íbúi Hafnarfjarðar samband við lögreglu vegna hávaða en verið var að meitla berg eftir leyfileg tímamörk. Lögregla mætti á svæðið og bað framkvæmdaraðila um að virða reglur um slíkar framkvæmdir.
Karlmaður gekk berserksgang í Kópavogi í gærkvöldi er hann barði á rúður og áreitti fólk. Þegar lögregla mætti á vettvang fór hann ekki að fyrirmælum hennar og var hann því handtekinn. Þrír ökumenn voru stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna en sá síðasti var á stolnum bíl. Hann var því vistaður í fangaklefa, grunaður um innbrot í heimahús. Samkvæmt dagbók lögreglu verður maðurinn yfirheyrður vegna málsins í dag.