Ofurfyrirsætan Gigi Hadid var handtekin með kannabisefni og tól til fíkniefnaneyslu við komu sína til Cayman eyja frá Bandaríkjunum í síðustu viku.
Gigi kem til landsins með einkaþotu en við leit tollvarða fannst smáræði af kannabisefnum auk áðurnefndra tóla til neyslu þeirra.
Tollyfirvöld Caymaneyja úrskurðuðu að efnin væri til einkanota en engu að síður var hún handtekin og ákærð fyrir innflutning á fíkniefnum og neyslutóla.
Eftir úrvinnslu gat hún greitt lausnargjald og var sleppt stuttu seinna.
Eftirmálarnir voru þeir að hún þurfti að greiða 1000 dollara sekt en samkvæmt TMZ er brotið ekki skráð á sakaskrá hennar.
Gigi, sem heitir réttu nafni Jelena Noura Hadid, komst fyrst á lista yfir topp 50 módel heims á model.com en síðan 2017 hefur hún verið ein hæst launaðasta fyrirsæta heims.