Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Brút hlýtur Michelin meðmæli: „Þetta er alveg geggjað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brút hefur hlotið Michelin-meðmæli 2023. Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson veitingamaður deildi með fylgjendum sínum á Twitter gleðitíðindum og myndskeiði af afhjúpun meðmælanna eftir að þau í pósti. Eigendur Brút eru þeir Ólafur Örn og Ragnar Eiríksson. Mannlíf hafði samband við Ragnar Eiríksson sem leiðir eldhúsið og var jafnframt fyrstur Íslendinga til að hljóta Michelin stjörnu.

Aðspurður hvort hann finni fyrir stolti svarar Ragnar: „Já, þetta er alveg geggjað og hefur mikla þýðingu fyrir allt það frábæra starf sem okkar fólk hefur unnið síðustu 2 ár.“

Á síðu Michelin segir um Brút:

„Fisk- og sjávarfangsunnendum munu líða eins og heima hjá sér á þessum stað sem fagnar dásamlegum fiski og skelfiski.

Marineruð hörpuskel og íslenskur beitukóngur sameinast nafnakalli af gæðafiski, sem er vel eldaður af færu teymi eldhússins í ánægjulega einföldum réttum – sem leyfir aðalhráefninu að njóta sín.

Steingólf, bólstraðir bekkir og opin rör gefa veitingasalnum einfaldan og hversdagslegan blæ – og fylgir því líflegt andrúmsloft.“

- Auglýsing -

Brút

Brút var stofnaður árið 2021 og skilgreina eigendur staðinn sem afslappaðan háklassa veitingastað. Hann staðsettur í einni af sögufrægustu byggingum miðborgarinnar, Gamla Eimskipahúsinu, að Pósthússtræti 2.

Matseðillinn byggir fyrst og fremst á fiski og öðru sjávarfangi. Hann tekur breytingum milli árstíða og leitað er eftir að bjóða gestum allt það besta sem náttúran hefur upp á að bjóða í hvert sinn; hvort heldur sem það er úr fisk-, kjöt-, eða grænmeti.

- Auglýsing -

Vínslisti Brút er stór og skemmtilegur og hefur Brút hlotið viðurkennigu frá Star wine list sem einn sá besti á landinu. Hann inniheldur áhugaverð vín í öllum verðflokkum frá öllum heiminum. Aðaláhersla hans er á minna þekkta gæðaframleiðendur þó auðvitað megi líka finna betur þekktar máttarstoðir úr vínheiminum.

Michelin

Stjörnugjöf Michelin er á heimsmælikvarða og er röð bæklinga sem hafa komið frá 1900. Veitt eru meðmæli eða ein og upp í þrjár stjörnur. Að missa stjörnu getur verið þýðingamikill skellur fyrir veitingastaði og jafnvel riðið þeim til falls.

Margir undra sig á að dekkjaframleiðandi veiti veitingahúsum stjörnugjöf en Ragnar útskýrir fyrir blaðamanni:

„Upphaflega var ferðabæklingur fyrir fína fólkið sem átti bíla og vildi kanna nálægar sveitir. Áður fyrr voru löng ferðalög á hestum krefjandi og kannski ekki það sem efri-borgarastétt var vön.“

Ragnar útskýrir að áætlunin Michelin með útgáfu bæklingsins hafi verið til að selja dekkin sín og ráðleggja fólki – sem ekki var kunnugt staðháttum, hvar best væri að stoppa og snæða.

Í ár hlaut íslenski veitingastaðurinn Tides einnig Michelin-meðmæli og veitingastaðurinn Moss í Grindavík eina stjörnu. Þá eru sjö íslenskir veitingastaðir á lista Michelin.

Hér að neðan má sjá Twitter-færslu Ólafs Arnar:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -