Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Fabrikkan byrjuð að endurgreiða gestum sem veiktust

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf hefur ítarlega greint frá kom upp Nóróveirusmit á Fabrikkunni þar sem um 100 manns veiktust. Fabrikkan er nú byrjuð að endurgreiða gestum sem veiktust.

Eins og Mannlíf greindi frá varð fjölmennur hópur fólks veikur eftir að hafa borðað á Fabrikkunni fyrr í júlí. Í dag var tala einstaklinga sem veiktust í kringum 100. Í kjölfar fréttarinnar var stöðunum í Kringlunni og Borgartúni lokað á meðan Heilbrigðiseftirlitið kannaði málið. Nú er komið á hreint að um Nóróveiru og E.Coli var að ræða.

Í samtali við Mannlíf þann 13. júlí sagði María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, að öllum gestum sem veiktust yrði endurgreitt. „Ég bað fólk um að hinkra meðan ég væri að finna út úr þessu. Hvað þetta er og var. Að sjálfsögðu endurgreiðum við öllum sem hafa lent í þessu.“

Nokkrir viðskiptavinir staðarins, sem Mannlíf ræddi við, hafa staðfest að þeir hafi fengið endurgreitt frá veitingastaðnum. Sumum fannst þó það ekki vera nóg og nefndi einn viðmælandi að staðurinn ætti að bæta gestum upp vinnutap sem þeir urðu fyrir.

Ekki eru þó allir með á hreinu hvað Nóróveira sé og hafa þurft að leita svara á netinu. “Nóróveirur (e. norovirus) er flokkur skyldra veira sem valda sýkingu í smágirni sem lýsa sér meðal annars með niðurgangi og uppköstum, oftast í 1–3 daga. Allir geta sýkst og það oftar en einu sinni,” segir á heimasíðu Heilsuveru. Algeng einkenni eru kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur.

 

- Auglýsing -

Hægt er að lesa ítarlega um Nóróveiru á heimsíðu Heilsuveru

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -