Fimmtudagur 24. október, 2024
4.3 C
Reykjavik

Ráðherra með ítök og lögregla spillt eða vanhæf: „Tilgangslaust að tilkynna brot“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi fyrst frá þá hafa ríkt harðar fjölskyldudeilur í Dalabyggð vegna umsvifa og gjörða Daða Einarssonar og sonar hans, Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra. Deilt er um jörðina Lambeyrar sem var í eigu átta systkina, afkomenda Einars Valdimars Ólafssonar.

Skúli Einarsson, bróðir Daða, er eitt syskinanna sem leystu til sín jörðina. Eftir að deilur hafa staðið árum saman ákváðu dætur hans að grípa til þess örþrifaráðs að stofna hlaðvarp til þess að lýsa sinni hlið á málinu. Nafn hlaðvarpsins er Lömbin þagna ekki. Systurnar þrjár rekja þar atburðarás sem er vægt sagt mögnuð og hlaðin ógnarviðburðum og áhugaleysi yfirvalda. Lýst er innbroti Ásmundar Einars í íbúðarhús á jörðinni. Þá segir frá því að hlassi af skít var sturtað við húsið og reynt að grafa vatnslagnir í sundur.

Ása Skúladóttir, einn af stofnendum hlaðvarpsins, segir í samtali við Mannlíf að viðbrögð lögreglu á Vesturlandi séu óásættanleg og það sé vel vitað að Ásmundur Einar sé með mjög sterk ítök á Vesturlandi. „Í fyrsta lagi fylgir þessu rosalega mikil uppgjöf. Okkur finnst næstum tilgangslaust að tilkynna brot af því að við vitum að það verður ekki neitt gert. Kannski fínt að taka það fram en þetta einskorðast eingöngu við lögregluna á Vesturlandi,“ sagði Ása um störf lögreglunar á Vesturlandi en sagði frá að lögreglan á Blönduósi hefði verið á svæðinu í eitt skipti til að sinna máli og það verið allt annað og sýnt miklu faglegri vinnubrög. „Svart og hvítt, það var farið eftir öllum eðlilegum vinnubrögðum. Þannig að þetta er algjörlega bara lögreglan á Vesturlandi“ og mun næsti þáttur hlaðvarpsins fara betur í saumana á hversu undarleg vinnubrögð lögreglunar hafa verið.

„Það er alveg ljóst að það er um spillingu að ræða eða lögreglan sé gjörsamlega vanhæf. Það er eitt af þessu tvennu og hugsanlega bæði. Það er engin önnur skýring. Við höfum engar sannanir fyrir því að það sé spilling á ferðinni en við höfum mjög sterkan grun um að það sé raunin.“

„Okkur líður, í fjölskyldunni, algjörlega eins og kerfið hafi brugðist okkur. Við erum búin að reyna og reyna og reyna í mörg ár að fara þessa leið, tilkynna til lögreglunar, leggja fram kærur sem verður svo ekkert úr og hverfa einhvern veginn. Það gerist ekki neitt. Það er þetta aðgerðarleysi sem málar okkur út í horn. Við höfum enga valkosti lengur,“ sagði Ása um ástæður þess af hverju hlaðvarpið var stofnað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -