Lögreglu barst tilkynning í gærkvöld um menn sem óku um og skutu gelkúlum úr leikfangabyssu um allan miðbæ. Olli uppátækið miklu ónæði og haldlagði lögregla því byssurnar. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvaða afleiðingar gjörningurinn hafði fyrir mennina. Starfsmaður veitingahúss í hverfi 103 hringdi á lögreglu í gær vegna manns sem hafði pantað sér mat, borðað hann og síðan neitað að greiða fyrir. Maðurinn verður kærður fyrir fjársvik.
Íbúi Grafarholts hafði samband við lögreglu í gærkvöld vegna tilraunar til inbrots í heimahús í hverfinu. Virðist vera að lögregla hafi verið heldur sein á vettvang þar sem aðilanum bæði tókst ætlunarverk sitt og hafði látið sig hverfa þegar lögregla mætti. Málið er rannsakað sem eignaspjöll en þjófurinn skemmdi gluggakarm. Þá sinnti lögregla reglbundnu umferðareftirliti og stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna.