Mikið var um ölvun fólks í nótt og hafði lögreglan í nógu að snúast vegna fólks sem var ýmist sjálfu sér eða öðrum hættulegt. Sumir óku bifreiðum sínum án þess að hafa til þess rænu eða getu til þess að halda fullri athygli. Einn hinna ölvuðu brá sér á rafmagnshlaupahjól og datt án þess þó að stórslasast. Lögreglan mun senda honum sektarboð.
Ökumaður sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum stöðvaður í austurborginni. Hans bíður há sekt. Óvenjulega mikill fjöldi annnarra drukkinna ökumanna lenti í klóm lögreglu í nótt og þarf að gjalda fyrir athæfi sitt eftir atvikum með því að greiða sektir og missa ökuréttindi.
Í miðborginni missti maður stjórn á sér í gleðinni á veitingastað. Hann réðst á dyravörð og var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Annar gleðimaður fór þvert á allar reglur og truflaði lögregluna við störf sín. Hann lét ekki segjast þrátt fyrir tilmæli og var á endanum handtekinn. þar sem hann hindraði störf lögreglu og fór ekki að fyrirmælum. Hann var óviðræðuhæfur og í annarlegu ástandi. Niðurstaðan varð sú að læsa hann inni fangaklefa þar til hann kemur úr óminnisástandinu og hægt verður að taka skýrslu af honum.
Í austurborginni var innbrotsmaður handtekinn á vettvangi. Hann var í annarlegu ástandi og læstur inni. Með morgninum verður tekin af honum skýrsla.
Umferðarslys varð í Hafnarfirði þegar bifhjól og bifreið lentu í árekstri. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið en ekki vitað hversu mikið hann slasaðist. Engan sakaði í bifreiðinni.