Ákveðið hefur verið að loka gönguleiðum að eldgosinu við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri segir í samtali við RÚV að lögregla hafi lent í vandræðum með stóran hóp erlendra ferðamanna við gosstöðvarnar í gær. Þeir hafi ekki hlýtt fyrirmælum og farið inn á hættusvæði. Úlfar segir að erfilega hafi gengið að ná ferðamönnunum til baka.
Gönguleiðum að eldgosinu verður lokað svo koma megi í veg fyrir slys á fólki. Þá sé ekki gerlegt að halda úti fjölmennum hópi viðbragðsaðila til þess að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind.