Nokkuð var tilkynnt lögreglu um grunsamlegar mannaferðir í dag. Í Laugardal var fólk að stela númeraplötum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Í hverfi 108 var tilkynnt um mann sem öskraði á svölum. Hann samþykkti að hætta eftir tiltal frá lögreglu. Lögregla fékk upplýsingar um mann á hjóli í Kópavogi en hann burðaðist einnig með tvö rafmagnshlaupahjól. Við nánari athugun var hjólið stolið og hafði verið saknað síðan árið 2021. Maðurinn var handtekinn og reyndist einnig vera með eiturlyf á sér.
Í Mosfellsbæ fékk lögregla tilkynningu um laus hross á þjóðveginum. Þeim var komið í öruggt skjól.