- Auglýsing -
Neyðarlínu barst tilkynning um tvo menn sem lentu í sjónum við Njarðvíkurhöfn rétt eftir klukkan hálf átta í kvöld. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Viðbragðsaðilar lögreglu, sjúkraliðs, Landsbjargar voru kallaðir til ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Um hálftíma eftir að símtalið barst neyðarlínu var búið að ná mönnunum í land og þeir fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Lögregla segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.