Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Endurgreiða Vinnumálastofnun og bjóða starfsmönnum 100% starf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skeljungur ætlar að endurgreiða Vinnumálastofnun þær upphæðir sem starfsfólk fyrirtækisins fékk í hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli. Félagið ætlar einnig að bjóða þeim starfsmönnum sínum sem voru settir á hlutabótaleiðina 100% vinnu aftur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi en félagið hefur sætt mikillar gagnrýni undanfarið fyrir að hafa nýtt hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar en greitt 600 milljónir króna í arð út til hluthafa félagsins skömmu áður.

Stundin greindi frá því í vikunni að Árni Pétur Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, reiknaði með að greiðslur starfsmanna Skeljungs úr atvinnuleysissjóði hefðu numið um sex til sjö milljónir króna í apríl.

Í tilkynningu Skeljungs segir að við nánari athugun hafi Skeljungur sé að ekki hafi verið rétt að nýta úrræðið.

Sjá einnig: Greiddu út 600 milljónir í arð og nýta svo hlutabótaleiðina

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -