Skeljungur ætlar að endurgreiða Vinnumálastofnun þær upphæðir sem starfsfólk fyrirtækisins fékk í hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli. Félagið ætlar einnig að bjóða þeim starfsmönnum sínum sem voru settir á hlutabótaleiðina 100% vinnu aftur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi en félagið hefur sætt mikillar gagnrýni undanfarið fyrir að hafa nýtt hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar en greitt 600 milljónir króna í arð út til hluthafa félagsins skömmu áður.
Stundin greindi frá því í vikunni að Árni Pétur Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, reiknaði með að greiðslur starfsmanna Skeljungs úr atvinnuleysissjóði hefðu numið um sex til sjö milljónir króna í apríl.
Í tilkynningu Skeljungs segir að við nánari athugun hafi Skeljungur sé að ekki hafi verið rétt að nýta úrræðið.
Sjá einnig: Greiddu út 600 milljónir í arð og nýta svo hlutabótaleiðina