Björgunarsveitarmaður slasaðist í nótt og gígbarmurinn fyllist af hrauni.
Lítið var að gera hjá lögreglu og björgunarsveitarmönnum í nótt við eldgosið á Reykjanesi en nýverið var tilkynnt um að svæðið yrði lokað almenningi á nóttunni. Það hins vegar slasaðist björgunarsveitarmaður samkvæmt Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
„Okkar maður velti fjórhjóli á gönguleið A, sem kölluð er, í S-beygjum,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi og þurfti að kalla til sjúkrabíl til að fara með manninn á sjúkrahús.
Í helstu gosfréttum þá er gígbarmurinn á eldgosinu orðinn mjög fullur af hrauni. „Maður sér á vefmyndavélum að barmurinn er orðinn ansi fullur. Hann hefur verið að byggjast svolítið vel upp í nótt,“ sagði Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is en virðist hraunrennslið hafa fært sig undir jörðina.
„Yfirborðið storknar og það myndast rásir undir þannig að það er bara ósköp venjulegt og gerist oft, svo kemur fyrir að yfirborðið hrynji og þá sérðu hraunið aftur, eða ekki.“
Ákveðið var að opna gossvæðið í dag og verður það opið til klukkan 18:00 í dag.