Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Missti sjónina eftir húðflúraða augnhvítu: „Þetta var ógeðslegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin 28 ára Amber Luke hefur öðlast heimsfrægð fyrir ýkt útlit sitt. Sjálf segist hún ver á vegferð við að finna sjálfa sig og hefur látið flúra um 98% líkamans. Ekki eru flúrin eina líkamsbreytingin sem Amber hefur látið gera, meðal annars er hún með klofna tungu.

Amber segist ekki sjá eftir neinu þó að hún hafi misst sjónina við að láta flúra hvítuna í augunum. Í þrjár vikur grét hún bláum tárum og segist hafa verið ófær um að sjá um sig sjálfa. Bleki er sprautað í augun en húðflúrarinn fór of djúpt með þessum hræðilegu afleiðingum. „Þetta var mjög, mjög, mjög sársaukafullt,“ sagði Amber í viðtali við Daily Mail.

„Ég vil halda áfram að breyta útliti mínu en núna er ég að vinna í hægri fætinum. Stærsti hluti hans er orðinn alveg svartur og mig langar að klára það.“

Amber er algjörlega á móti þeirri hugmynd að láta fjarlægja flúr, frekar lætur hún setja annað slíkt yfir þau sem hún er ekki lengur hrifin af.
„Fólk ætti að sætta sig við slæmar ákvarðanir og láta frekar setja eitthvað annað yfir ljót flúr. Ég hef einu sinni farið í laser aðgerð til þess að fjarlægja sýkt flúr og þetta var ógeðslegt. Húðin leit hræðilega út eftir aðgerðina“

Breytingarnar á Amber síðustu ár eru gríðarlegar. Áður vann hún sem þjónn á nektarstað en fær nú tekjur sem Only Fans stjarna.

- Auglýsing -

 

Fyrir og eftir allar breytingarnar.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -