Íbúar á Vopnafirði hafa í vikunni reynt að leysa ráðgátuna um hvaðan hænan sem fannst á vappi um þorpið kom. Þetta kemur fram í grein á austurfrett.is. Þar segir að hæna hafi fundist í bænum á þriðjudaginn en enginn veit hvaðan hún kemur né hver eigandi hennar er.
Baldur Hallgrímsson, íbúa á Vopnafirði, hefur hugsað um hænuna síðan hún fannst. Hann segir hænuna nokkuð reitta og taugatrekkta en fyrir utan það hefur hún það ágætt.
Vopnfirðingar hafa nú gert nokkrar tilraunir til að hafa uppi á eiganda hænunnar en án árangurs.
Grunur hefur vaknað um hvort hænan sé af bænum Síreksstaðir en 20 kílómetrar eru frá Síreksstöðum inn í þorp Vopnafjarðar. Baldur segir í samtali við Austurfrétt að hænan hafi kannski húkkað sér far frá bænum sínum inn í þorpið.