Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Innherji í Sýn kaupir hlutabréf skömmu fyrir birtingu uppgjörs: Sesselía keypti fyrir 4 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone, dótturfélags Sýnar, tilkynnti um kaup á hlutabréfum í fyvrirtækinu til Kauphallar Íslands í gær. Athygli vakti að viðskiptin áttu sér stað 25 dögum eftir lok annars ársfjórðungs og að tiltölulega skammur tími er þar til afkoma fyrirtækisins verði opinberuð. Tilkynnt var um viðskiptin í nafni einkahlutafélagsins Red Apple, sem Sesselía er hluthafi í. Kaupverð bréfanna nam um fjórum milljónum króna.

Í siðareglum Sýnar segir: „Allt starfsfólk Sýnar skal fara eftir viðeigandi lögum og reglum um viðskipti með hlutabréf í félaginu. Samkvæmt þeim er starfsfólki bannað að eiga viðskipti með hlutabréf á grunni verðmótandi upplýsinga sem ekki eru opinberar en það býr yfir vegna starfs síns. Fylgni við lög er á ábyrgð hvers og eins starfsmanns og brot á þeim gæti leitt til málsóknar á hendur starfsmanni.“

Nú er ekki hægt að fullyrða að kaup Sesselíu hafi verið vegna þess að hún telji að árshlutauppgjör fyrirtækisins verði umfram væntingar markaðsaðila og hafi þess vegna séð fjárfestingatækifæri í hlutabréfum Sýnar. Hinsvegar má ætla að Sesselja hafi greiðan aðgang að innherjaupplýsingum fyrirtækisins í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og sé þar af leiðandi ekki heimilt að eiga viðskipti nema með samþykki regluvarðar.

Jafnframt segir í siðareglum fyrirtækisins:
„Hafi starfsmaður aðgang að innherjaupplýsingum má hann ekki eiga viðskipti með hlutabréf í Sýn nema með samþykki regluvarðar.“

Afar fá dæmi eru um að innherjar og lykilstjórnendur fyrirtækja hér á landi eigi viðskipti með hlutabréf í skráðum fyrirtækjum svo löngu eftir að árshluta lýkur. Helstu fyrirtæki landsins eru nú þegar byrjuð að birta fjárhagsuppgjör sín og má þar nefna Landsbankann og Icelandair. Enn fleiri stórfyrirtæki opinbera rekstrarafkomu sína fyrir vikulok. Algengt er að stjórnendur eigi sín viðskipti skömmu eftir birtingu innherjaupplýsinga en forðist að eiga viðskipti fyrir birtingu þeirra.

Viðmælendur Mannlífs telja líklegt að stjórnendur Sýnar hafi nú þegar nokkuð glögga mynd af þeim upplýsingum sem birtar verða fjárfestum. Í tilfelli Sesselíu, hafi hún yfirburðar þekkingu og aðgang að fjárhagstölum Vodafone, stærstu
rekstrareiningar Sýnar. Engan skal því undra að fjárfestar velti þessum viðskiptum fyrir sér. Telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans eða eftirlitsaðilar kauphallarinnar viðskiptin athyglisverð má búast við að þau verði skoðuð nánar og þá í ljósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir innan fyrirtækisins.

- Auglýsing -

Á ábyrgð kaupanda

Mannlíf hafði samband við Vodafone til að reyna ná sambandi við Sesselíu, sem var ekki við að sögn starfsmanns. Hún fékk skilaboð um erindi Mannlífs.

Ragna Björk Ragnarsdóttir, starfsmaður Sýnar, hafði samband við Mannlíf fyrir hönd regluvarðar. Hún segir að fjárfestingaglugginn sé opinn og það sé almenn lagaskylda og á ábyrgð stjórnenda vegna viðskipta með hlutabréf að upplýsa hvort þeir hafi aðgang að innherjaupplýsingum sem séu verðhvetjandi.

„Samkvæmt MAR reglugerð eru eingöngu viðskipti stjórnenda og nákominna tilkynningaskyld til félagsins og Kauphallar, þ.e. stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og yfirstjórnanda sem hefur reglulegan aðgang að innherjaupplýsingum sem tengjast þeim aðila beint eða óbeint og vald til að taka stjórnunarákvarðanir sem hafa áhrif á framtíðarþróun og rekstrarhorfur skráðs félags,“ segir í skriflegu svari Rögnu Bjarkar. Svo er að skilja að mál Sesselíu hafi því ekki komið á borð regluvarðar.

- Auglýsing -

Hér er linkur í siðareglurnar í heild sinni á vef Sýnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -