Fyrrum borgarstjóri og skemmtikrafturinn, Jón Gnarr varð fyrir miklum vonbrigðum er hann gekk inn í dósa og flösku endurvinnslustöð Sorpu í Ánanusti fyrr í dag.
„Þar sem ég var fyrstur skildi ég nú að þetta er ekki svona ógeðslegt vegna umgengni. Það er bara greinilega ekki þrifið þarna reglulega,“ segir Jón á Instagram.
Í dag birti Jón færslu og lýsti slæmri upplifun sinni í heimsókn í Sorpu.
„Fór í dósir og flöskur endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum strax eftir opnun áðan. Ég held að ég hafi verið fyrsti kúnni dagsins. Mætti mér þarna sami viðbjóðurinn og alltaf. Lyktin þarna er náttúrlega ólýsanleg og sóðaskapurinn eftir því. Færibandið sem tekur við er gamalt og lúið. Þú þarft að passa þig að setja ekki of mikið á það því þá dettur það á gólfið. Það trillar sona 2-4 glöskum í einu þannig að þú hefur oft góðan tíma til að horfa í kringum þig og láta þér verða flökurt. Skjárinn sem telur dósir hefur ekki virkað í svona 3 ár,“ skrifaði Jón um heimsóknina í Sorpu.
„Þar sem ég var fyrstur skildi ég nú að þetta er ekki svona ógeðslegt vegna umgengni. Það er bara greinilega ekki þrifið þarna reglulega. Gólfið er skítugt og hált af klístri og bara slysagildra. Allar tunnur yfirfullar og ekki hægt að henda pokum nema klístra sig út. Vaskurinn sem er hafður merkilega lítill er einn sá ógeðslegasti sem ég hef séð og hvorki boðið upp á sápu, þurrkur eða hvað þá spritt,“ bætti hann við.
„Ég skil ekki hvernig Sorpa telur í lagi að koma svona dónalega fram við fólk. Þetta er svo yfirgengileg lítislvirðing. Ég held að ef Heilbrigðiseftirlitið kíkti þarna við þá myndu þau dæma þetta heilsuspillandi og loka þessu bara. Ég fór í sturtu í morgun en ætla að fara aftur í sturtu og skipta um föt eftir þessa ógeðslegu reynslu.“
Sjá má færslu Jóns í heild sinni:
View this post on Instagram