Ökumaður lagði bifreið sinni fyrir innkeyrslu í gærkvöldi og lét svo ekki ná í sig. Lögregla mætti á vettvang og var bifreiðin að lokum fjarlægð með dráttarbifreið. Ölvaður ökumaður sofnaði undir stýri en þegar lögregla hafði afskipti af honum brást hann illa við. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Í miðbænum hafði lögregla afskipti af manni sem gekk um ber að ofan í annarlegu ástandi. Síðar um kvöldið barst svo tilkynning um slagsmál. Í hverfi 105 var maður sem gekk um og espaði fólk til slagsmála.
Þá barst lögreglu tilkynning um sófa á miðjum Vesturlandsvegi. Þegar lögreglu bar að garði hafði eigandi sófans fest hann betur á kerru til þess að koma í veg fyrir að óhappið endurtæki sig. Lögregla aðstoðaði því manninn við að festa sófann almenninlega. Síðar um kvöldið sinnti lögregla útköllum vegna grunsamlegra mannaferða, kvörtun vegna hávaða og nytjastuld á bifreið. Auk þess hafði lögregla eftirlit með umferðinni og stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna.