Gróðureldar geisa ennþá á gossvæðinu og einn einstaklingur slasaðist.
Í gær var stærsti dagurinn í slökkvistarfinu á Reykjanesi á gossvæðinu til að stoppa gróðurelda sem geisað frá upphafi eldgoss. „Við erum að breyta um taktík. Við komum nú meira vatnsmagni upp eftir í trukkum,” sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði í samtali við Morgunblaðið. Umræddir trukkar eru svokallaðir tankbílarnir sem geta tekið allt að tíu þúsund lítra af vatni. Ekki gekk þó frábærlega að koma bílunum á svæðið þar sem þeir festust reglulega á leiðinni.
Þá greindi lögreglan frá því að ein manneskja hefði slasast í gær á svæðinu en slasaðist viðkomandi á fæti. Einnig þurfti að hjálpa þreyttum ferðamanni að komast af svæðinu. Gossvæðið lokar svo klukkan 18:00 í dag eins og hefur verið undanfarna daga.