Mastercard hefur nú gefið fyrirskipun um það til fjármálastofnanna að stöðva öll viðskipti með kannabisefni í Bandaríkjunum sem gerð eru með kortum frá þeim.
„Þegar okkur var gert kunnugt um málið rannsökuðum við málið snarlega,“ sagði talsmaður Maastercard á miðvikudag skv. Bloomberg. „Við höfum leiðbeint fjármálafyrirtækjum sem veita sölumönnum kannabisefna þjónustu sína og nota við það greiðslulausnir sem tengdar eru við Mastercard um að hætta slíkri starfsemi.“
Mastercard áréttar því nú að þetta sé opinber stefna fyrirtækisins því þó kannabisefni séu lögleg í mörgum fylkjum Bandaríkjanna líti Alríkisstjórn Bandaríkjanna enn á slík viðskipti sem ólögleg og þar af leiðandi séu þau ekki heimil um þeirra kerfi.