Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Segir ástandið ekki veita heimild til að hrifsa réttindi af neytendum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarið hafa Neytendasamtökin vakið athygli á og áréttað að neytendur eiga rétt á endurgreiðslu heildarkostnaðar frá ferðaskrifstofum vegna ferða sem hafa fallið niður vegna kórónuveirufaraldursins.

Samtökin hafa fengið fjölmargar ábendingar frá félagsmönnum um ferðaskrifstofur sem neita að endurgreiða þeim viðskiptavinum sínum sem eiga rétt á endurgreiðslu.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræddi þessu mál í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Hann segir ekki hægt að leysa þann vanda sem ferðaskrifstofur standa frammi fyrir með því að færa hann yfir á neytendur.

Endurgreiðslan skal fara fram eigi síðar en 14 dögum eftir að ferð er felld niður en Breki segir að margar ferðaskrifstofur reyni núna að nýta sér ástandið til að komast hjá að endurgreið neytendum.

„Staðan er snúin,“ sagði Breki sem viðurkennir að margar ferðaskrifstofur standa frammi fyrir flóknum greiðsluvanda en hann segir að það sé þó ekki hægt að færa vandamálið yfir á neytendur. „Þeir eiga lögum samkvæmt rétt á endurgreiðslu.“

Breki segir samtökin hafa núna í tvo mánuði bent á að þessi staða gæti komið upp og lagt til að ríkið komi inn í dæmið með einhverjum hætti, t.d. með því að veita ferðaskrifstofum tímabundið lán.

- Auglýsing -

Verður að finna lausn án þess að ganga á réttindi neytenda

Breki segir nýtt frumvarp um breytingu laga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem lagt er til að við lög um pakkaferðir bætist ákvæði til bráðabirgða vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Þar er kveðið á um heimild til að gefa út inneignarnótur í stað endurgreiðslu vegna aflýstra pakkaferða.

Breki er ekki hrifinn og segir ástandið ekki tilefni til að ganga á rétt neytenda. „Þetta ástand veitir ekki heimild til að hrifsa réttindi af neytendum. Það verður bara að finna lausn á vanda ferðaskrifstofa sem ekki gengur út á að ganga á réttindi neytenda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -