Verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur hefjast klukkan 12.00.
Efling hefur kallað eftir að sveitafélögin geri sambærilega samninga við félagsmenn Eflingar og ríkið og Reykjavíkurborg gerðu í mars.
„Samband íslenskra sveitarfélaga neitar enn að gera kjarasamning við Eflingarfélaga sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafa gert við félagið,“ segir á vef Eflingar.
Verkfallið nær til um 260-270 félagsmanna sem margir vinna við þrif í grunnskólum og heimaþjónustu. Hópurinn greip til verkfallsaðgerða í byrjun mars en verfallinu var frestað í lok marsmánaðar vegna útbreiðslu COVID-19.