Linda Jónsdóttir, nýkjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka, náði kjöri á hluthafafund bankans föstudag. Með stuðningi Bankasýslu ríkisins var Linda sjálfkjörin í embættið en auk hennar koma þau Stefán Pétursson, Helga Hlín Hákonardóttir og Haukur Örn Birgisson ný inn í stjórnina. Linda hefur undanfarin 14 ár starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar- og mannauðs hjá Marel.
Mikið hefur verið rætt um stöðu Lindu innan Marels eftir að hún ákvað á bjóða sig fram. Margir telja þaðekki fara saman að sinna framkvæmdastjórastarfi hjá verðmætasta fyrirtæki landsins og taka að sér krefjandi starf stjórnarformanns Íslandsbanka. Samkvæmt heimildum Mannlífs vekja stakkaskiptin undrun hluthafa Marels en fyrirtækið hefur átt í umtalsverðum erfiðleikum undanfarin misseri. Nýlegt fjárhagsuppgjör fyrirtækisins olli vonbrigðumm Virði þess í kauphöllinni hefur helmingast frá síðasta ári.
Hávær orðrómur er um að Linda sé á útleið hjá Marel eða muni taka að sér annað starf innan fyrirtækisins …