Hin 39 ára Zhanna Samsonova lést úr hungri eftir langvarandi næringarskort. Zhanna lifði á hráu grænkerafæði í um áratug en með tímanum varð mataræði hennar ýktara. Undir lokin var hún hætt að drekka vatn og neytti einungis ávexta, spíra og sólblómafræja. Í staðinn fyrir vatnið drakk hún ávaxtaþeytinga og safa.
Zhanna naut vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem hún sýndi frá óvenjulegum lífstíl sínum en vinir hennar og vandamenn voru orðnir áhyggjufullir af ýktu mataræði sem hafði versnað til muna á síðustu mánuðum ævi hennar. Zhanna er rússnesk en hafði búið í suður Asíu í 17 ár.
„Ég hitti hana fyrir nokkrum mánuðum í Sri Lanka, hún leit út fyrir að vera örmagna. Hún var send í meðferð en hún vildi ekki hjálpina. Við vorum nágrannar um tíma, á hverjum degi ég var hrædd um að finna hana látna. Þegar ég náði loksins að sannfæra hana um að leita sér aðstoðar var það of seint,“ sagði vinkona áhrifavaldsins sem vildi ekki láta nafn síns getið.
Móðir Zhanna staðfesti að dóttir hennar hafi látið lífið þann 21 júlí síðastliðinn og voru dánarorsökin sögð vera samspil kólera veiru og næringarskorts. Veiran berst í menn með menguðu vatni og matvælum. Einkenni smits er mikill niðurgangur sem getur á stuttum tíma valdið alvarlegu vökvatapi. Talið er að um 50% þeirra sem smitast af veirunni án þess að leita sér læknishjálpar láti lífið. Kólera veirusmit er meðhöndlað með saltvökva í æð.
Zhanna talaði mikið um jákvæð áhrif mataræðisins á heilsu hennar og líðan. „Ég elska nýju mig og fer aldrei aftur til baka í þann lífstíl sem ég lifði einu sinni. Ég borða einfaldan mat en er með mikla reynslu á því að elda hráfæði og elska að búa til mínar eigin uppskriftir. Mér finnst svo gaman að gefa öðrum innblástur og hvetja fólk til þess að lifa heilbrigðum lífstíl,“ skrifaði Zhanna á samfélagsmiðlum.
Rannsóknir sýna að hráfæði geti haft jákvæð áhrif á heilsuna, auki hjartaheilsu, minnkar líkurnar á sykursýki og offitu. Þetta á þó einungis við ef um fjölbreytt mataræði er að ræða. Það fylgja því margar áhættur að neyta einungis hráfæðis, til dæmis vítamínskortur sem getur leytt til beinþynningar og annara heilsukvilla. Öfgafullt mataræði eykur einnig líkurnar á átröskunarsjúkdómum.
Hægt er að leita sér aðstoðar við óheilbrigðum matarvenjum hjá heilsugæslunni en þaðan er vísað á viðeigandi úrræði.