Mánudagur 25. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Segir Arctic Adventures hafa skilað miklu í ríkiskassann og umræðuna valda sér vonbrigðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Styrmir Þór Bragason, forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, birtir fyrr í dag á Facebook-síðu sinni bréf sem hann sendi starfsfólki sínu hjá Arctic Adventures í morgun. Með bréfinu vill hann m.a. leiðrétta misskilning hvað uppsagnirnar varðar en fyrirtækið hefur sagt upp öllu starfsfólki fyrirtækisins og dótturfyrirtækja og tóku uppsagnirnar gildi 1. maí.

Bréfið hefst á því að Styrmir segir ferðaþjónustuna á heimsvísu vera að ganga í gegnum hörmungar og í ljósi algjörs tekjuleysis var óhjákæmilegt að grípa til uppsagna. Hann segir daginn sem tilkynnt var um uppsagnirnar hafa verið sorgardag.

„Þessar aðgerðir munu gefa okkur ráðrúm til þess að tryggja áframhaldandi rekstur Arctic og koma sterk til baka,“ skrifar Styrmir um uppsagnirnar.

Styrmir skrifar svo um ýmis neikvæð ummæli um fyrirtækið og starfsfólk þess sem hafa dúkkað upp á Netinu síðan tilkynnt var um uppsagnirnar. „Þar hafa ýmis mis alvarleg orð verið látin falla. Í ljósi þeirra ummæla langar mig í stuttu máli að setja hlutina í samhengi,“ skrifar hann.

Skilað miklu í ríkiskassann

Hann segist hafa verið sakaður um að misnota úrræði ríkisstjórnarinnar. „Eins og við öll vitum höfum við nýtt okkur þau úrræði sem boðið hefur verið upp á, líkt og flest önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Í því samhengi má ekki gleyma að Arctic Adventures hefur skilað ríkulega til þjóðfélagsins á síðustu árum.“

- Auglýsing -

Þá telur Styrmir upp það sem Arctic Adventures hefur greitt í skatta og önnur gjöld á síðustu þremur árum. Sem dæmi segir hann fyrirtækið og dótturfélög þess hafa greitt um 1.700 milljónir króna í skatta og gjöld til ríkisins og annarra opinberra aðila. Hann segir fyrirtækið þá hafa greitt um 5.700 milljónir króna í laun til starfsmanna.

„Ég tek ummælum í garð starfsfólks Arctic Adventures persónulega.“

Hann segir það valda sér vonbrigðum að sjá fólk sýna starfsfólki fyrirtækisins, sem kemur hvaðanæva af úr heiminum, fordóma.

„Það veldur mér miklum vonbrigðum að sjá fordóma og þjóðernishyggju blossa upp á jafn ógeðfelldan hátt og raun ber vitni. Ég tek ummælum í garð starfsfólks Arctic Adventures persónulega. Saman, í öllum fjölbreytileika okkar, óháð þjóðerni, búsetu, kyni, kynþætti eða kynhneigð, höfum við gert Ísland að betri áfangastað og af því eigum við að vera stolt.“

- Auglýsing -

Hann segir deginum ljósara að fyrirtækið hafi skilað miklu til þjóðfélagsins. „Ég er stoltur af að sjá að það fyrirtækið sem ég er í forsvari fyrir hafi haft getu til að skila jafn miklu til þjóðfélagsins og raun ber vitni um.“

Hann segir fyrirtækið verða til staðar þegar veirufaraldurinn er yfirstaðinn og ferðamenn fara aftur að streyma til landsins.

Pistil Styrmis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Arctic Adventure segir upp öllu starfsfólki

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -