Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

7 kíló af kókaíni og 160 kíló af hassi fundust í aðgerðum lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls var lagt hald á 7 kíló af kókaíní í aðgerðum lögreglu vegna fíkniefnainnflutnings en um ræðir fjögur mál sem öll eru í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan naut liðsinnis sérsveitarinnar og tollgæslunnar.

Alls voru níu manns handteknir, bæði íslenskir og erlendir ríkisborgarar, og af þeim sitja enn 6 mannsí gæsluvarðhaldi en handtökurnar fóru fram á síðustu tveimur vikum. Einn aðili mun hafa flutt efni með sér en þess utan tilgreinir lögreglan að póst- og hraðsendingar hafi verið notaðar.

Fimmta málið sem er til rannsóknar varðar innflutning á um 160 kílóum af hassi sem flutt var með skútu en efnið var handlagt úti af Reykjanesi.

Í því máli sitja þrír enn í gæsluvarðhaldi.

Lögreglan telur að skútan hafi verið á leið sinni frá Danmörku og fyrirhugað hafi verið að smygla efnunum til Grænlands.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -