Breytt fyrirkomulag samkomubanns vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti, 4. maí. Þetta þýðir að nú er fjöldatakmark samkomubanns miðað við 50 manns í stað 20 manns.
Hárgreiðslu-, snyrti- og nuddstofur og önnur fyrirtæki sem bjóða upp á sambærilega þjónustu verða opnuð ný. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða þó áfram lokaðar. Skemmtistaðir, krár og spilasalir verða áfram lokaðir, miðað er við að þeir staðir verði lokaðir til 2. júní
Tveggja metra reglan verður enn í gildi en undanþágur frá tveggja metra reglunni verða veittar til að sinna ökukennslu, flugkennslu og akstri þjónustubifreiða.
Skólahald í leik- og grunnskólum verður nú með hefðbundnu sniði.
Listasafn Íslands, Hafnahús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn opna á ný.
Frá og með deginum í dag verða byggingar Háskóla Íslands almennt opnar nemendum og starfsfólki en til að draga úr smithættu er fjöldi sæta á Háskólatorgi, í lesrýmum og tölvuverum takmarkaður samkvæmt tveggja metra reglunni.
Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili með ákveðnum takmörkunum. Nánar í leiðbeiningum landlæknis. Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt.
Sjá einnig: Dregið úr takmörkunum í fáum en stórum skrefum