Löreglu barst tilkynning um líkamsárás og frelsissviptingu í Hlíðunum skömmu eftir hádegið í gær. Einn var handtekinn á vettvangi og er málið í rannsókn. Fyrr um daginn var tilkynnt um óvelkominn mann í húsnæði í sama hverfi og var honum vísað út af lögreglu. Í miðbæ Reykjavíkur veitti lögregla ölvuðum manni hjálparhönd þar sem hann svaf ölvunarsvefni. Maðurinn var í svo annarlegu ástandi að ekki var hægt að ná upp úr honum hvar hann byggi og var hann því vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.
Í Kópavogi lét vegfarandi lögreglu vita af manni sem gekk um í annarlegu ástandi. Var honum ekið til síns heima af lögreglu. Þá sinnti lögregla útkalli vegna vinnuslyss og innbrots og þjófnaðar í Hafnarfirði. Samkvæmt dagbók lögreglu bárust lögreglu nokkrar aðrar tilkynningar vegna minniháttar uppákomna.