Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

15 bestu rapplög Íslandssögunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Endalaus straumur af nýjum íslenskum rapplögum koma út í viku hverri en Mannlíf leitaði til sérfræðinga til að finna 15 bestu lögin í Íslandssögunni.

Það er ekki skortur á íslenskum röppurum árið 2023, ný lög koma út vikulega og virðist ekkert benda til annars en að rapp haldi áfram að vera vinsælasta tónlistarstefnan á Íslandi næstu ár. En til þess að geta tekist á við framtíðina er oft gott að líta til baka á þau lög sem hafa lyft íslenskri rapptónlist á hærra stig og gert hana að þeim risa sem hún er í dag. Mannlíf ræddi við þrjá rappsérfræðinga til að finna 15 bestu íslensku rapplögin sem hafa verið gerð. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa sjálfir búið til rapp þegar þeir voru yngri en hafa nú snúið sér að öðru.

Sérfræðingarnir eru:
Freyr Árnason – Leikstjóri og handritshöfundur
Darri Rafn Hólmarsson – Gagnasérfræðingur
Ingvar Ásmundsson – Lögfræðingur

XXX Rottweilerhundar – Bent nálgast

„Grein um bestu íslensku rapplögin er ekki grein um bestu íslensku rapplögin ef hún inniheldur ekki Bent nálgast. Arfleifð eða, eftir atvikum, þjóðsöngur.“

Cell7 – City Lights

- Auglýsing -

„Ragna Cell7 hlaut mikla athygli á 10. áratugnum sem meðlimur Subterranean en hvarf af sviðinu að miklu leyti fyrsta áratug 21. aldarinnar en gaf út plötu árið 2013 og aðra 2017. Báðar plöturnar fengu góða dóma og verðlaun en Ragna hefur að sumu leyti staðið fyrir utan hiphop-senuna svokölluðu og ekki fengið jafn mikla virðingu og hún ætti í raun að fá. City Lights er besta lagið hennar. Grípandi viðlag, flott rapp og öðruvísi taktur en íslenskt rapp er þekkt fyrir.“

Afkvæmi Guðanna – Altarisgangan

- Auglýsing -

„Það er af mörgu að taka þegar kemur að Afkvæmum Guðanna en þetta lag er alltaf í ákveðnu uppáhaldi. Hagfræðingurinn hlaupandi, Eiríkur Ásþór Ragnarsson (Eikonomics), með sterkan leik.“

Introbeats ásamt Dóra DNA – Á vökunni

„Þetta sound er með því besta sem ég hef heyrt. Textinn er jafnframt frábær. Gríðarlega töff lag.“

Skytturnar – Ég geri það sem ég vil

„Geggjað lag af fyrstu rappplötunni á íslensku, SP, sem ég rakst á um daginn og eldist fáránlega vel. En þetta lag er bæði fyndið og sniðugt og síðan er þetta bara algjör gluggi inn í einhverja unglingastemmningu fyrir 20 árum.“

XXX Rottweilerhundar – Gemmér

„Að öðrum ólöstuðum er Bent besti íslenski rapparinn. Það er staðreynd sem breytist aldrei. Þetta lag sýnir hans bestu hliðar.“

Forgotten Lores – Kapital & Hefnd

„Pólitík og stríð hafa ekki verið sérlega fyrirferðarmikil yrkisefni í íslensku rappi (þ.e. fyrir utan ýmis lög Erps Eyvindarsonar). Í Kapital & Hefnd er aftur á móti fjallað um ástand heimsins af svo mikilli fágun yfir þennan ljúfa, djassskotna takt úr smiðju Intr0beatz að fyrir mér er þetta lag ekkert minna en ódauðlegt. Lagið stenst algerlega tímans tönn þrátt fyrir að vera tveggja áratuga gamalt og ótrúlegt er að hugsa til þess að nú sé ástandið í Palestínu enn verra en þegar það var ort.“

O.N.E. – Move

„O.N.E. var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Eiga mörg frábær lög en þetta lag er líklega fremst meðal jafningja. Skapar gríðarlega góða stemmningu við hlustun.“

BlazRoca – Má ég koma heim

„Erpur og Rottweiler phenamonið er svo miklu meira og stærra en einhver einstök lög. Þeir komu beisiklí með rokkið og rólið inn í rappið en lagið sem ég ætla sækja er algjör B-hlið á Kóbacabana plötunni. Það er eitthvað myrkur og einhver sannleikur í þessum texta og síðan er sound-ið á þessu bara eitthvað sem aldrei áður hafði heyrst í íslensku rappi.“

Úlfur Úlfur – Bróðir

„Frábært sound og flott rapp. Gríðarlega vel gert lag.“

Birnir & Herra Hnetusmjör – Já ég veit

„Ákveðin toppur. Beatið er ruglað, aldamóta Pharrel fílingur með 2018 twisti og Birnir og Hnetan sitja svo vel í þessu lagi. Eitt af þessum lögum sem maður man hvar maður var þegar maður heyrði það fyrst. Myndi segja þetta hið fullkomna lag frá þeim tíma er það var fullkomið jafnvægi á milli popps og rapps í íslensku hip hop senunni.“

Tiny – Óupplýst sakamál

„Tiny er auðvitað stórkostlegur á ensku en sýnir það í þessu lagi að hann er ekki síðri á íslensku. Alvöru lag með alvöru texta. Gæsahúð.“

Herra Hnetusmjör – Jámarh ft. Joe Frazier

„Ef mér væri sleppt af himnum ofan niður í úthverfi Oakland-borgar og ég þyrfti að sannfæra innfædda um ágæti íslensks rapps þá myndi ég líklega leita að þessu lagi – grípandi viðlag, frísklegur taktur undir áhrifum frá DJ Mustard og Joe Frazier stelur senunni með fjölmörgum sniðugum línum. Þetta lag meikar fullkomið sens eftir nokkra svellkalda og hinn þungi 808-bassi fær mig undantekningalaust til að dilla mér.“

Introbeats feat. Stjáni Blái og Kötturinn Felix – Ekkert Grín

„Stjáni úr Afkvæmum Guðanna og Diddi Fel úr Forgotten Lores gáfu út nokkur lög saman undir nafninu Stjáni Blái og Kötturinn Felix og þau eru öll frábær en þetta er líklega besta lagið. Það kemur allt saman í þessu lagi. Stórkostlegur taktur frá Introbeats og hugsanlega bestu rímur sem íslenskt rapp hefur heyrt.“

Cheddy Carter – Smoked lamb

„Þetta lag hefur „vibe“ sem grípur mann alveg rosalega. Textinn hnyttinn á köflum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -