Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ættum að líta til Þýskalands í flóttamannamálum: „Þetta er engin lausn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir ný útlendingalög byggja á ranghugmyndum

„Þau eru byggð á þeirri hugmynd að fólk sem hefur fengið synjun um dvalarleyfi hér á landi eftir umsókn um alþjóðlega vernd sé ekki í hættu og geti farið heim til sín,“ sagði Arndís í viðtali við RÚV um mál Blessing Newton sem fjallað var í sjónvarpsfréttum RÚV í gær.

Arndís segir að nýju lögin byggi á ranghugmyndum. „Þau eru byggð á að þegar stjórnvöld og umsækjandi eru ósammála um það hvort umsækjandi geti farið heim til sín, þá séu það alltaf stjórnvöld sem hafi rétt fyrir sér og einstaklingarnir séu hér á landi vegna þeirrar þjónustu sem þau fá eða einhverjum slíkum ástæðum.“

Blessing Newton kom til landsins fyrir fimm árum eftir að hafa verið seld í vændi til Ítalíu.

„Það að setja svona fólk í þetta viðkvæmri stöðu út á götuna gerir það að verkum að það er í enn viðkvæmari stöðu. Þetta er engin lausn. Öll ríki í Evrópu standa fyrir þeirri áskorun að einstaklingar hafi fengið synjun en telji sig ekki geta farið heim og dvelja langdvölum í landinu án réttinda,“ sagði Arndís um málið

Stjórnvöldu ættu að líta til Þýskalands þegar kemur að málsmeðferð flóttamanna.

- Auglýsing -

„Það sem Þýskaland hefur verið að gera er að veita fólki eftir tiltekinn tíma — þegar það er búið að vera í þessari aðstöðu — möguleika á dvalarleyfi, til dæmis vegna tengsla sem það hefur myndað við landið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -