Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Foreldrar byrjaðir að undirbúa haustið: „Skemmtilegasti hópurinn eru krakkarnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að nýta hluti að fullu verður alltaf stærri og stærri bransi og eru föt ekki nein undantekning á því eins og má sjá með því að kíkja í Barnaloppuna.

Fólk er að kaupa allt sem börnunum vantar fyrir haustið. Það eru kuldaföt, ullarföt, flísfatnaður, utanyfirgallar, pollaföt, stígvél, kuldaskór og skólatöskur. Í rauninni bækur líka fyrir krakkana sem eru að byrja í skóla til að lesa heima og svo framvegis þannig að það er bara allt mögulegt. Við náttúrulega stjórnum því ekki hvað leigjendur eru að selja en við sjáum það alveg að bækur og skólatöskur seljast mjög vel á haustin,“ sagði Andri Jónsson, eigandi Barnaloppunar, í samtali við Heimildina um málið.

Umhverfisvitund er orðin talsvert meiri en fyrir fáum árum síðan. Margir Íslendingar kaupa nánast eingöngu notuð föt og spara þannig gríðarlega mikinn pening.

„Þú getur alveg fengið kuldagalla hjá okkur sem er fínt merki og mjög vel með farinn. Þá ertu kannski að fá hann á svona 40-50% afslætti miðað við ef þú myndi kaupa þér nýjan. En ef þig vantar kuldagalla og þér er alveg sama hvort að hann sé merkjavara eða ekki, þá ertu kannski að fá 90-95% afslátt af vörunni hjá okkur. Það munar alveg um það.“

„Skemmtilegasti hópurinn eru krakkarnir. Börnin, og jafnvel unglingarnir, sem koma og eru að versla föt hjá okkur. Þau átta sig á því að hér er hægt að fá fínustu flíkur, leikföng, bækur og dót á einhverju djók verði miðað við að fara og kaupa þetta einhvers staðar nýtt. Sérstaklega í ástandinu sem er núna með þessa svakalegu verðbólgu og hækkanir að þá hjálpar að versla hér,“ sagði Andri og segir að börnin átti sig á, líkt og fullorðna fólkið, að fötin séu ódýrari notuð og vonast Andri líka til að umhverfisvitund spili inn í krökkunum enda sé mun meiri umhverfisfræðsla í skólum núna en áður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -