Laugardagur 16. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Sprengjuráðgátan leyst: „Þyrlaðist upp ryk og moldarryk þegar sprengingin varð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á þriðjudaginn brá mörgum Hafnfirðingum þegar hávær hvellur heyrðist um fjörðinn fagra en upptök hans voru óljós í fyrstu.

Ráðgátan um Hafnarfjarðarhvellinn, sem heyrðist í vikunnni, hefur verið leyst en gífurlega hávær hvellur heyrðist í Hafnarfirði en hann barst frá Krýsavíkurveigi en töldu margir að hann tengdist með einhverjum hætti eldgosinu á Reykjanesi. Hörður Pétursson, framkvæmdastjóri í námudeild Steypustöðvarinnar, sagði í samtali við RÚV að hvellurinn hafi komið frá þeim.

„Við vorum að vinna við berglosun í Vatnsgarðsnámum eins og við gerum reglulega, bara í efnisvinnslu. Þarna er náttúrulega efnisvinnsla fyrir drjúgan hluta mannvirkjagerða á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Hörður um málið.

„Við sprengjum að meðaltali einu sinni til tvisvar í mánuði. Stundum oftar og stundum sjaldnar. Þannig það var ekkert óeðlilegt þarna í gangi frekar en aðra daga. Við sprengjum auðvitað bara eftir ákveðnum verkferlum og höfum gert í áraraðir, alla tíð meðan það hefur verið efnisvinnsla þarna,“ en þykir Herði óvenjulegt að hvellurinn hafi heyrst alla leið til Hafnarfjarðar en reiknar með að veðurfar hafi haft þar áhrif.

„Svo lendum við náttúrulega í því að það er bara svo ofboðslega þurrt úti og jarðvegurinn svo þurr. Það er rosalega mikil rykmyndun – við sáum það bara að það þyrlaðist upp ryk og moldarryk þegar sprengingin varð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -