Berglind Ármannsdóttir átti einn versta afmælidags sem um getur en hún var rænd á bílaplani, slegin og þurfti að fara upp á bráðamóttöku í framhaldi þess.
„Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ sagði Berglind í samtali við Vísi.
Þá hafi ungur maður hlaupið á eftir ræningjanum þegar hann flúði í burtu. Á hlaupunum hafi þrjóturinn misst hluti úr veskinu og lokum hent því þegar ungi maður var alveg að ná honum. Ungi maðurinn á að hafa sé þorparann með hníf. Glæpamaðurinn gengur ennþá laus en er leitað.