Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Dýrvitlaus maður réðist á dyraverði skemmtistaðar – Kærður fyrir að gefa ekki stefnuljós

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrátt fyrir mestu ferðahelgi ársins hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu um nóg að snúast í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Hér eru helstu verkefni næturinnar:

Ökumaður rafhlaupahjóls féll í austurborginni og slasaðist á lófum. Sjúkraflutningamenn komu á vettvang og gerðu að sárum hans.

Í miðborginni var maður handtekinn grunaður um líkamsárás. Var hann sakaður um að hafa ráðist á dyraverði skemmtistaðar. Var maðurinn óviðræðuhæfur sökum æsings og annarlegs ástands og var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að taka af honum skýrslu.

Þá varð ökumaður húsbíls fyrir því óláni að taka utan í spegil bifreiðar fyrir framan lögreglustöðina við Hverfisgötuna. Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði samband við tjónþola og ritaði skýrslu vegna óhappsins.

Ökumaður í austurborginni var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var hann aukreitis kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum og fyrir vopnalagabrot. Var hann látinn laus eftir blóðsýnatöku.

- Auglýsing -

Maður var hantekinn vegna gruns um að hafa ráðist gegn dyraverði skemmtistaðar. Var hann færður á lögreglustöðina við Hlemm og sleppt eftir skýrslutöku.

Í Hafnarfirði var ökumaður hópbifreiðar stöðvaður við eftirlit en var hann meðal annars kærður fyrir að aka á gildra ökuréttinda, fyrir að nota ekki ökuritaskífu eða ökuritakort, óheimila notkun nagladekkja og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Þá voru sex manns hanteknir í Hafnarfirði vegna gruns um ólöglega dvöl á Shengen-svæðinu. Voru þeir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

- Auglýsing -

Að lokum var ökumaður kærsður fyrir of hraðan akstur en hann ók á 103 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst. Þá var hann einnig kærður fyrir að gefa ekki stefnuljós.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -