- Auglýsing -
Fjarstýrð rússnesk sprengja hitti blóðgjafamiðstöð í Norð-Austur Úkraínu í gær samkvæmt forseta landsins.
Fram kemur í frétt BBC að Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefði ekki gefið upplýsingar um nákvæmar tölur af þeim sem særðust eða létust í árásinni, sem varð í Kharkiv-umdæminu.
„Þessi stríðsglæpur segir allt um yfirgang Rússa,“ sagði forsetinn. Rússar hafa ekki tjáð sig um árásina en hafa áður þvertekið fyrir það að þeir ráðist á óbreytta borgara.
BBC hefur ekki tekist að fá fréttina staðfesta.