Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingarinnar gagnrýnir Ríkisútvarpið í nýrri færslu á Facebook.
Gagnrýndi þingkonan RÚV vegna fréttar á aðgerðum sérsveitar lögreglunnar á Völlunum í Hafnarfirði en um var að ræða andlega veikan einstakling. Finnst Helgu Völu að fjölmiðillinn hefði mátt sýna meiri nærgætni í fréttaflutningnum og meðal annars sleppa myndbandinu sem fylgdi fréttinni en þar sést hús aðilans sem um ræddi.
Færsluna má lesa hér fyrir neðan:
„Get ekki annað en undrast þessa birtingu Rúv á aðgerðum á Völlunum þar sem veikur einstaklingur virðist hafa verið í vanda þannig að koma þurfti honum til bjargar. Amk kemur fram í fréttinni að engin hætta hafi stafað af honum en engu að síður er nákvæm staðsetning, mynd af húsi einstaklingsins og löng myndbandsupptaka birt með fréttinni þar sem lögreglan beinlínis biður fólk um að færa sig lengra frá, væntanlega til að gæta að öryggi og einkalífi (eins og mögulegt var í þessum erfiðu aðstæðum).