Tvær konur voru dæmdar sekar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Þær fluttu inn ríflega eitt og hálft kíló af kókaíni sem falið var í hjólastól sem önnur þeirra þóttist þurfa að nota. Sakborningarnir, Elizabeth Michelle Rivera Carrion og Mayry Esthefany Moreta Paniagua hafa setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði frá 1.júní síðastliðnum. Ekki er tekið fram í dómi hvaðan fíkniefnin komu en í heildina voru 137 pakkningar faldar í hjólastólnum sem Elizabeth sat í og Mayry ók. Sú síðarnefnda er einungis 22 ára gömul. Báðar játuðu þær brotin en þær hafa engan sakaferil hér á landi, ekki er vitað hvort þær hafi hlotið dóm annars staðar.
„Þær eru ungar að árum og játa sök. Á hinn bóginn ber að horfa til þess að þær fluttu umtalsvert magn af hættulegu fíkniefni til landsins, falin í hjólastól, og voru efnin ætluð til söludreifingar hér á landi og umsamverknað er að ræða,“ segir í dómi.
Konurnar fengu báðar 18 mánaða fangelsisdóm að frádregnum þeim tíma sem þær sátu gæsluvarðhald.